Helsta hættan er að týnast í öskuskýi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 12:36 Vísir/Vilhelm Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga. Bárðarbunga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður.Vísir/Vilhelm Landvörðurinn í Nýjadal er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski og tilbúinn að fara af svæðinu ef gos byrjar. „Í gær var staðan þannig en í dag er í raun hálfgert biðástand,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður. Hún segir verkefni dagsins fyrst og fremst snúast um að vera í góðu símasambandi og á staðavakt en ekki sinna hefðbundnum landvarðaverkefnum. „Núna skiptir mestu máli að upplýsa ferðamenn og fylgjast vel með ferðum þeirra. Þriðjungur ferðamanna vita ekkert hvað er í gangi. Síðustu daga höfum við hvatt til dagsferða, að fólk gangi á veginum eða breyti ferðaplönum sínum.“ Stefanía segir helstu hættuna vera ef það kemur öskuský og ferðalangar eru langt frá vegi og ekki í símasambandi. „Jafnvel þótt það sé vel stikað á svæðinu þá getur orðið alveg blint í öskunni. Fólk þarf að hafa nóg af vatni með sér og lágmarksbúnaður er buff og sólgleraugu.“ Umferð um svæðið datt niður um leið og óvissustig kom upp. Stefanía segir reyndar einn og einn ferðamann spenntan fyrir gosinu og segjast alltaf hafa langað til að upplifa gos. „Þá útskýri ég fyrir þeim öskuna og hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að þetta sé bara flott sjónarspil.“Frímann ingvarsson, skálavörður.Vísir/VilhelmTöluvert af ferðamönnum á hjólum Frímann Ingvarsson er skálavörður í Kverkfjöllum en var fluttur í Nýjadal eftir að svæðinu nærri Bárðarbungu var lokað. Síðustu nótt gistu fjórir hjólreiðamenn í skálanum auk fjölmiðlamanna og starfsmanna Veðurstofunnar sem fylgjast með öskustróksmæli á svæðinu. „Það var nokkur umferð hér í gegn í gær og þá sérstaklega áhugaljósmyndarar sem vildu ná myndum frá fyrstu stundu. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta strax á svæðið ef það eru fréttir um eldgos.“ Inga Martel hefur starfað sem skálavörður í Nýjadal í allt sumar og segir umferðina ansi litla miðað við sama tíma á síðasta ári. Það séu þó óvenju margir hjólreiðamenn á ferðinni en það góða við þá sé að þeir haldi sér á vegunum. Stórir hópar hafa aflýst komu sinni og Íslendingar hafa varla sést á svæðinu síðustu vikuna. „Ferðamenn hættu að koma og um leið byrjuðu áhugaljósmyndarar að streyma á svæðið,“ segir Inga.
Bárðarbunga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira