Snarpasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur í skjálftahrynunni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmri viku, varð í nótt um klukkan hálf tvö og mældist 5,7 stig.
Click here for an English version.
Ekki kemur fram í skeyti frá Veðurstofunni hvort hann fannst í byggð. Annars er ekkert lát á skjálftavirkninni, sem er mest við enda berggangsins norður úr Dyngjujökli.
Hann teygir sig nú tíu kílómetra norður fyrir jökuljaðarinn. Upptök stóra skjálftans í nótt voru norðantil í Bárðarbunguöskjunni, en engin merki sjást um gosóróa.
Stærsti skjálftinn til þessa reið yfir í nótt

Tengdar fréttir

Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis
Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag.

Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu
Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu.

Stór skjálfti við Bárðarbungu
Skjálftinn varð á tveggja kílómetra dýpi um 4,1 kílómetra suðaustan af Bárðarbungu.