Með sigri tryggir íslenska landsliðið sig á EM í fyrsta skipti í sögunni, en þó liðið tapi eru enn góðir möguleikar á að strákarnir fari á stórmót.
„Það er búið að loka miðasölunni. Þetta er bara stórkostlegt. Þetta er í fyrsta sinn sem það er uppselt á landsleik í körfubolta í Laugardalshöll,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.
„Það skal þó tekið fram að frítt er inn fyrir öll börn yngri en 15 ára og þau munu öll komast inn. Við lokuðum miðasölunni í 2.000 miðum til að tryggja það.“
„Þetta er alveg frábært og sýnir hversu mikill áhugi er á leiknum,“ segir glaðbeittur Hannes S. Jónsson.
ÞAÐ ER UPPSELT Á LEIKINN!!! #korfubolti #ICE_BIH #EuroBasket2015
— KKÍ (@kkikarfa) August 26, 2014