„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 22:34 Víðir Reynisson við störf. Vísir/Valli „Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56