Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 27. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór í leikslok. Vísir/Anton „Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Við erum að brjóta blað í íslenskri körfuboltasögu. Það verður seint toppað. Þetta er hátindurinn á ferlinum og gera það fyrir framan okkar fólk þrátt fyrir tap. Engu að síður var þetta mjög góður leikur heilt yfir,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem var frábær í íslenska liðinu þó dregið hafi af honum í seinni hálfleik. „Höllin var full. Fólkið svaraði kallinu. Ég vil þakka stuðninginn. Þetta var æðislegt og frábær upplifun að spila fyrir framan fulla höll. „Körfuboltinn var ekkert rosalega góður, í seinni hálfleik aðallega en ég held að þetta hafi verið mikil skemmtun. Ég held að fólk hafi séð okkur leggja sig fram til að vinna leikinn. Það skein held ég úr augunum á okkur,“ sagði Jón sem lék tvo síðustu leiki Íslands í undankeppninni eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikjunum þar sem hann er án samnings og vildi ekki taka áhættuna á að meiðast. „Það kom kannski í ljós æfingaleysið á mér. Ég var ekki búinn að spila neitt og adrenalínið var bara búið. Ég var þungur og lélegur í seinni hálfleik en þá fengum við körfur frá öðrum. Við náðum að hanga í þeim og hleyptum þeim aldrei langt frá okkur.“ Jón Arnór fór á kostum í byrjun leiksins og hélt íslenska liðinu hreinlega inni í leiknum á meðan aðrir leikmenn áttuðu sig á aðstæðum. „Ég var rétt stilltur í byrjun. Ég er búinn að æfa með Gunnari Einarssyni í Keflavík. Hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið með réttum æfingum og ég er í nokkuð góðu standi miðað við æfingaleysi. „Ég er búinn að vera að taka skot líka og var rétt stemmdur. Ég er búinn að spila helling í huganum þó ég hafi ekki verið með í mikið af þessum æfingum og leikjum. Ég var klár í þetta í kvöld. „Ég rann í byrjun og fann fyrir mjöðminni og svo rann ég hinum megin og þá fann ég fyrir mjöðminni hinum megin. Leiðindadúkur svona sleipur en ég er góður. Ég var aðallega bara þreyttur í lokin,“ sagði Jón Arnór.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29
Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28
Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18