Sérfræðingarnir farnir í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 09:11 Hópuinn klár í slaginn á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vísir/GVA Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt klukkan níu í morgun ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í eftirlitsflug í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á Vatnajökul. Skoða á sigdældina sem vart var í eftirlitsflugi á jöklinum í gær. Talið var að sigdældirnar bentu til þess að mögulega væri eldgos hafið. Magnús Tumi benti á í gær að mjög stórum atburðum fylgdi mikill órói. Það væri ekki tilfellið sem stæði. Mögulegt væri þó að lítið gos hefði orðið þarna fyrir nokkrum dögum sem sé nú fyrst að koma fram. Þótt ekki hafi orðið vart við vatn undan jökli gæti það hafa runnið í Grímsvötn. Þar séu merki um að yfirborð hafi hækkað en það þurfi þó ekki að vera af völdum goss. „Ekkert bendir til þess að stórt gos í gangi. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús Tumi en það kæmi betur í ljós á morgun. Ef miðjurnar verða tiltölulega óbreyttar í dag sé líklega atburður að klárast. Séu þær enn stærri og dýpri þá verði málið skoðað betur því þá sé atburður í gangi. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild lögreglu sem lesa má í heild sinni hér að neðan.Tilkynning frá Almannavarnadeild lögreglu vegna flugsins Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er á leið með vísindamenn yfir Vatnajökul til að rannsaka frekar sigkatlana sem sáust í gær í flugi vísindamanna suðaustur af Bárðarbungu. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu. Tveir skjálftar, 4,1 og 4 mældust í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt. Þá varð jarðskjálfti 5,0 að stærð klukkan 08:13 við norðurbarm Bárðarbunguöskjunnar. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt klukkan níu í morgun ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í eftirlitsflug í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á Vatnajökul. Skoða á sigdældina sem vart var í eftirlitsflugi á jöklinum í gær. Talið var að sigdældirnar bentu til þess að mögulega væri eldgos hafið. Magnús Tumi benti á í gær að mjög stórum atburðum fylgdi mikill órói. Það væri ekki tilfellið sem stæði. Mögulegt væri þó að lítið gos hefði orðið þarna fyrir nokkrum dögum sem sé nú fyrst að koma fram. Þótt ekki hafi orðið vart við vatn undan jökli gæti það hafa runnið í Grímsvötn. Þar séu merki um að yfirborð hafi hækkað en það þurfi þó ekki að vera af völdum goss. „Ekkert bendir til þess að stórt gos í gangi. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús Tumi en það kæmi betur í ljós á morgun. Ef miðjurnar verða tiltölulega óbreyttar í dag sé líklega atburður að klárast. Séu þær enn stærri og dýpri þá verði málið skoðað betur því þá sé atburður í gangi. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild lögreglu sem lesa má í heild sinni hér að neðan.Tilkynning frá Almannavarnadeild lögreglu vegna flugsins Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er á leið með vísindamenn yfir Vatnajökul til að rannsaka frekar sigkatlana sem sáust í gær í flugi vísindamanna suðaustur af Bárðarbungu. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna eða þegar TF-SIF kemur með vísindamenn úr fluginu. Tveir skjálftar, 4,1 og 4 mældust í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt. Þá varð jarðskjálfti 5,0 að stærð klukkan 08:13 við norðurbarm Bárðarbunguöskjunnar.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03
„Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22
Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09