Talið er að sprungan þaðan sem gýs sé um kílómetri á lengd en eftir töluverðan eld virtist virknin minnka svolítið á þriðja tímanum. Tveir vísindamenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, verður send á svæðið í birtingu. Um borð verður hópur vísindamanna sem leggja mun mat á stöðu mála.
Staðsetningu skjálftans má sjá hér.
