Fyrirspurnum frá flugfarþegum rignir inn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 12:00 mynd/Kristján Þór Kristjánsson Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn. Þegar fyrstu fréttir bárust af gosinu í nótt var litakóði vegna flugs hefur færður upp í rautt og lýst 120 sjómílna hættusvæði umhverfis eldstöðina í Holuhrauni, en Akureyrarflugvöllur féll innan þess svæðis. Um sexleytið í morgun var skilgreint flughættusvæði minkað niður í 10 sjómílur og fimm þúsund fet. Takmörkunum á flugi um Akureyrarflugvöll var aflétt og eru allir flugvellir landsins því opnir. Bannsvæði fyrir flug er þó enn í þriggja sjómílna radíus umhverfis eldstöðina. Nýjustu upplýsingar benda til þess að öskudreifing sé óveruleg en Veðurstofan ákvað um klukkan hálfellefu að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult, þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Icelandair hefur ekki frestað neinum flugverðum né stendur það til, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta svæði þar sem hefur verið lokað fyrir flug er mjög lítið og hefur engin áhrif á alþjóðaflug eða flug milli Íslands og annarra landa. Þetta er bara eins og á venjulegum degi,“ segir hann. Fjölmargir flugfarþegar hafa þó hringt og sent inn fyrirspurnir. „Það hefur auðvitað áhrif að fjölmiðlar úti í heimi hafa flutt af þessu fréttir og alls ekki gert lítið úr þessu. Fólk er að hringja inn og hefur eðlilegar áhyggjur af stöðunni. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að birta myndir af þessu dregur vonandi úr fyrirspurnunum, því eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þetta hafi nein áhrif ,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira