Víðtækar lokanir á hálendinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 20:06 Frá Gjálpargosinu árið 1996 MYND/VÍSIR Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls er fram kemur í tilkynningu á vef almannavarna.Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Með leiðni er átt við mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi. Hér að neðan má sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu eða með því að smella hér. Enn er unnið á óvissustigi sem þýðir að atburðarrás er hafin, sem síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar. Í samræmi við það hefur ríkislögreglustjóri fundað í dag með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og fulltrúum stjórnarráðsins. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og fulltrúum erlendra sendiráða á Íslandi. Síðdegis í dag var haldinn upplýsingafundur með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum er fram kemur í tilkynningunni.Hér má sjá sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu.MYND/VEGAGERÐIN Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls er fram kemur í tilkynningu á vef almannavarna.Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Með leiðni er átt við mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi. Hér að neðan má sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu eða með því að smella hér. Enn er unnið á óvissustigi sem þýðir að atburðarrás er hafin, sem síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar. Í samræmi við það hefur ríkislögreglustjóri fundað í dag með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og fulltrúum stjórnarráðsins. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og fulltrúum erlendra sendiráða á Íslandi. Síðdegis í dag var haldinn upplýsingafundur með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum er fram kemur í tilkynningunni.Hér má sjá sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu.MYND/VEGAGERÐIN
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28