Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 23:48 Bárðarbunga í Vatnajökli Mynd/STÖÐ 2 Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28