Elva Björg Arnarsdóttir er genginn í raðir HK í nýjan leik. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK í hádegingu.
Elva, sem getur leikið sem skytta eða hornamaður hægra megin, lék með HK á árunum 2006-2012. Sumarið 2012 fluttist hún til Lundar í Svíþjóð þar sem hún lék handbolta samhliða háskólanámi í tvö ár.
Tímabilið 2012-2013 lék Elva með H65 Höör í sænsku úrvalsdeildinni, en tímabilið á eftir lék hún með KFUM Lundagard í næstefstu deild.
