Quarashi-liðar sáttir: „Móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 17:40 Stemingin á tónleikunum var mögnuð. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig þekktur sem Tiny, segir meðlimi Quarashi vera ótrúlega sátta eftir vel heppnaða tónleika í Herjólfsdal á laugardagskvöld. „Þetta voru einhverjir æstustu áhorfendur sem ég hef séð," segir Egill. Sveitin hefur nú sent einum aðdáanda sem nefbrotnaði í látunum áritaðan DVD-disk. „Okkur finnst auðvitað leiðinlegt að hún hafi slasast," bætir Egill við.Ólýsanlegar viðtökur Egill segir að tónleikar sveitarinnar á laugardagskvöldið hafi verið algjörlega ótrúlegir. „Fólk þekkti öll lögin og tók vel undir. Það var ótrúlegt stuð á fólki. Reyndar svo mikið stuð að við þurftum að gera hlé eftir þriðja lagið okkar og reyna að róa fólk niður. Ég sá að gæslan þurfti að skerast í leikinn ansi oft og kannski gott að taka það fram að þeir sem voru í gæslunni stóðu sig ótrúlega vel," segir Egill. Strákunum í Quarashi er umhugað um aðdáendur sína og þegar þeir lásu frétt Vísis í morgun um að Svava Dís Guðmundsdóttir hafi nefbrotnað á tónleikum sveitarinnar ákváðu þeir að senda henni áritaðan DVD-disk með upptöku af tónleikum frá Bestu útihátíðinni í fyrra. Svava ferðaðist til Eyja gagngert til þess að sjá Quarashi spila en nefbrotnaði í látunum og heyrði aðeins þrjú lög með sveitinni. „Við vonum að þetta verði einhver smá sárabót fyrir hana. Okkur finnst ekki gaman þegar fólk meiðist á tónleikunum okkar." Blaðamaður Vísis heyrði í Svövu sem var sátt með gjöf sveitarinnar.Síðustu tónleikarnir Egill segir að þetta hafi verið síðustu tónleikar sveitarinnar. „Já, þetta í síðasta skiptið sem við komum fram. Við sögðum þetta auðvitað líka síðast og maður getur aldrei sagt með vissu hvað gerist í framhaldinu. En ég er nokkupð viss um að það hafi verið samdóma álit okkar að þetta sé í síðasta skiptið sem við komum fram." Egill segir meðlimi sveitarinnar þakkláta fyrir móttökurnar í Eyjum. „Þetta var frábær upplifun. Fólkið þekkti öll lögin, allir voru í stuði. Móttökurnar voru rosalegar. Inn á milli tveggja laga bað ég fólk að láta í sér heyra og móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar. Ég fékk í eyrun, lætin voru svo rosaleg."Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum. Tónlist Tengdar fréttir Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rapparinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig þekktur sem Tiny, segir meðlimi Quarashi vera ótrúlega sátta eftir vel heppnaða tónleika í Herjólfsdal á laugardagskvöld. „Þetta voru einhverjir æstustu áhorfendur sem ég hef séð," segir Egill. Sveitin hefur nú sent einum aðdáanda sem nefbrotnaði í látunum áritaðan DVD-disk. „Okkur finnst auðvitað leiðinlegt að hún hafi slasast," bætir Egill við.Ólýsanlegar viðtökur Egill segir að tónleikar sveitarinnar á laugardagskvöldið hafi verið algjörlega ótrúlegir. „Fólk þekkti öll lögin og tók vel undir. Það var ótrúlegt stuð á fólki. Reyndar svo mikið stuð að við þurftum að gera hlé eftir þriðja lagið okkar og reyna að róa fólk niður. Ég sá að gæslan þurfti að skerast í leikinn ansi oft og kannski gott að taka það fram að þeir sem voru í gæslunni stóðu sig ótrúlega vel," segir Egill. Strákunum í Quarashi er umhugað um aðdáendur sína og þegar þeir lásu frétt Vísis í morgun um að Svava Dís Guðmundsdóttir hafi nefbrotnað á tónleikum sveitarinnar ákváðu þeir að senda henni áritaðan DVD-disk með upptöku af tónleikum frá Bestu útihátíðinni í fyrra. Svava ferðaðist til Eyja gagngert til þess að sjá Quarashi spila en nefbrotnaði í látunum og heyrði aðeins þrjú lög með sveitinni. „Við vonum að þetta verði einhver smá sárabót fyrir hana. Okkur finnst ekki gaman þegar fólk meiðist á tónleikunum okkar." Blaðamaður Vísis heyrði í Svövu sem var sátt með gjöf sveitarinnar.Síðustu tónleikarnir Egill segir að þetta hafi verið síðustu tónleikar sveitarinnar. „Já, þetta í síðasta skiptið sem við komum fram. Við sögðum þetta auðvitað líka síðast og maður getur aldrei sagt með vissu hvað gerist í framhaldinu. En ég er nokkupð viss um að það hafi verið samdóma álit okkar að þetta sé í síðasta skiptið sem við komum fram." Egill segir meðlimi sveitarinnar þakkláta fyrir móttökurnar í Eyjum. „Þetta var frábær upplifun. Fólkið þekkti öll lögin, allir voru í stuði. Móttökurnar voru rosalegar. Inn á milli tveggja laga bað ég fólk að láta í sér heyra og móttökurnar frá áhorfendum voru ólýsanlegar. Ég fékk í eyrun, lætin voru svo rosaleg."Hér að neðan má sjá myndband frá tónleikunum.
Tónlist Tengdar fréttir Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði „Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög. 5. ágúst 2014 11:45
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp