Jón Orri Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá KR, en Jón Orri er miðherji.
Jón Orri er 31 árs gamall og var tvisvar sinnum Íslandsmeistari með KR. Í annað skiptið spilaði hann undir stjórn Hrafns Kristjánssonar, núverandi þjálfara Stjörnunnar, og skilaði þá 4,4 stigum og 4,3 fráköstum í leik á um fimmtán mínútum að meðaltali.
Hann spilaði einnig fyrir Hrafn í Þór Akureyri og þar átti miðherjinn sín bestu tímabil, ef rýnt er í tölfræðina. Árið 2009 var hann með 10 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik.
Stjörnuliðið hefur æft mjög vel í sumar og er staðan á flestum leikmönnum liðsins góð. Stutt er í að þeir Justin Shouse og Jarrid Frye mæti til leiks.
Jón Orri í Stjörnuna
Anton Ingi Leifsson skrifar
