Logi: Forréttindi fyrir mig Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2014 09:00 Logi í treyju númer 14. Vísir/kkí Logi Gunnarsson, landsliðsmaður, er klár í slaginn gegn Bretlandi í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins og hefst hann klukkan 19:00 í Laugardalshöll. „Það er mikill missir af Jóni Arnóri. Hann er okkar besti leikmaður, en svona getur gerst. Maður vissi að það gæti gerst þótt maður hefur ekkert talað um það í fjölmiðlum. Hann var búinn með sinn samning og þetta er möguleiki," sagði Logi Gunarsson í samtali við Vísi og sagðist skilja félaga sinn í landsliðinu til marga ára, Jón Arnór Stefánsson, mjög vel, en Jón Arnór gaf ekki kost á sér í verkefnið. „Þetta er mjög erfið aðstaða og við skiljum hann allir. Við vitum núna að það er ákveðinn ábyrgð sem færist á aðra og við erum í stakkbúnir til þess." „Maður nálgast leikina alltaf eins og er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það er mjög eðlilegt að á leikmenn sem spila hans stöðu, eins og ég til dæmis, muni fá meiri ábyrgð. Við erum margir með margra ára reynslu í landsliðinu og erum búnir að spila margar stöður og marga stórleiki. Við vitum hvað við erum að fara út í," sagði Logi. „Bretarnir eru virkilega sterkir. Við erum alltaf að spila á móti sterkum þjóðum hérna heima. Maður veit að þetta er alltaf hægt. Við erum búnir að stríða Serbíu og Svartfjallalandi sem höfðu ekki tapað leik síðast þegar þeir voru hérna. Við eigum alltaf séns og sérstaklega núna þegar það eru bara tvær þjóðir með okkur í riðli, þá vitum við að við erum í ágætis færi," sagði Logi um möguleikana á því að komast á EM. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna Bretana í Höllinni í kvöld? „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að svona. Við ætlum að koma þeir á óvart. Það eru ekkert allir sem koma hérna til Íslands og halda að við séum með eitthvað lið, því við erum með kraftin og áræðnina og komumst langt á henni. Við erum með kraftmikla leikmenn, en einnig mjög góða þótt við séum frá litla Íslandi," sagði Logi. Logi spilaði á dögunum sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og segir hann að það sé mikill heiður. „Það er bara gaman, en þetta er alltaf mikill heiður að spila fyrir Ísland. Það eru forrétti fyrir mig að vera ennþá í þessu eftir 14 ár og að vera að spila á háum standard í Evrópu því þetta eru hörkulið sem við erum að mæta," sagði Logi. „Ég hef spilað með pabba nokkura þessa leikmanna eins og Martin og Elvar. Þetta er sérstakt fyrir mig og ekki bara fá að vera með heldur vera mikill partur af liðinu og jafnvel byrjunarliðsmaður. Það fær mig líka til að gefa mér ákveðið búst að halda mér í þessu formi sem ég er í," og segist hann ekki vera að hugsa sig um að hætta." „Ef líkaminn leyfir og ef ég er heppinn áfram þá er ekkert sem er að stoppa mig," sem hlakkar til samstarfsins með Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni sem tóku við Njarðvíkurliðinu í sumar. „Friðrik byrjaði með mig í meistaraflokki þegar 16 ára, 1997 og svo með landsliðinu til 2003. Það er gott samband á milli okkar og við erum mjög nánir. Ég tók mín fyrstu skref með Teit, hetjunni minni, og það verður mjög spennandi í vetur að fá að vera aftur með þessum snillingum," sagði Logi við Vísi að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Logi Gunnarsson, landsliðsmaður, er klár í slaginn gegn Bretlandi í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins og hefst hann klukkan 19:00 í Laugardalshöll. „Það er mikill missir af Jóni Arnóri. Hann er okkar besti leikmaður, en svona getur gerst. Maður vissi að það gæti gerst þótt maður hefur ekkert talað um það í fjölmiðlum. Hann var búinn með sinn samning og þetta er möguleiki," sagði Logi Gunarsson í samtali við Vísi og sagðist skilja félaga sinn í landsliðinu til marga ára, Jón Arnór Stefánsson, mjög vel, en Jón Arnór gaf ekki kost á sér í verkefnið. „Þetta er mjög erfið aðstaða og við skiljum hann allir. Við vitum núna að það er ákveðinn ábyrgð sem færist á aðra og við erum í stakkbúnir til þess." „Maður nálgast leikina alltaf eins og er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur. Það er mjög eðlilegt að á leikmenn sem spila hans stöðu, eins og ég til dæmis, muni fá meiri ábyrgð. Við erum margir með margra ára reynslu í landsliðinu og erum búnir að spila margar stöður og marga stórleiki. Við vitum hvað við erum að fara út í," sagði Logi. „Bretarnir eru virkilega sterkir. Við erum alltaf að spila á móti sterkum þjóðum hérna heima. Maður veit að þetta er alltaf hægt. Við erum búnir að stríða Serbíu og Svartfjallalandi sem höfðu ekki tapað leik síðast þegar þeir voru hérna. Við eigum alltaf séns og sérstaklega núna þegar það eru bara tvær þjóðir með okkur í riðli, þá vitum við að við erum í ágætis færi," sagði Logi um möguleikana á því að komast á EM. Hvað þarf íslenska liðið að gera til þess að vinna Bretana í Höllinni í kvöld? „Það er margt sem þarf að hugsa um þegar kemur að svona. Við ætlum að koma þeir á óvart. Það eru ekkert allir sem koma hérna til Íslands og halda að við séum með eitthvað lið, því við erum með kraftin og áræðnina og komumst langt á henni. Við erum með kraftmikla leikmenn, en einnig mjög góða þótt við séum frá litla Íslandi," sagði Logi. Logi spilaði á dögunum sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og segir hann að það sé mikill heiður. „Það er bara gaman, en þetta er alltaf mikill heiður að spila fyrir Ísland. Það eru forrétti fyrir mig að vera ennþá í þessu eftir 14 ár og að vera að spila á háum standard í Evrópu því þetta eru hörkulið sem við erum að mæta," sagði Logi. „Ég hef spilað með pabba nokkura þessa leikmanna eins og Martin og Elvar. Þetta er sérstakt fyrir mig og ekki bara fá að vera með heldur vera mikill partur af liðinu og jafnvel byrjunarliðsmaður. Það fær mig líka til að gefa mér ákveðið búst að halda mér í þessu formi sem ég er í," og segist hann ekki vera að hugsa sig um að hætta." „Ef líkaminn leyfir og ef ég er heppinn áfram þá er ekkert sem er að stoppa mig," sem hlakkar til samstarfsins með Friðriki Inga Rúnarssyni og Teiti Örlygssyni sem tóku við Njarðvíkurliðinu í sumar. „Friðrik byrjaði með mig í meistaraflokki þegar 16 ára, 1997 og svo með landsliðinu til 2003. Það er gott samband á milli okkar og við erum mjög nánir. Ég tók mín fyrstu skref með Teit, hetjunni minni, og það verður mjög spennandi í vetur að fá að vera aftur með þessum snillingum," sagði Logi við Vísi að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira