Ragna Lóa: Alveg nóg að vinna leiki 1-0 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2014 13:20 Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna. Vísir/Getty Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27