Ragna Lóa: Alveg nóg að vinna leiki 1-0 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2014 13:20 Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna. Vísir/Getty Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27