Motherwell fékk aðeins 150 miða fyrir sína stuðningsmenn á Samsung-völlinn í kvöld því ljóst að stór hluti þess hóps sem er væntanlegur hingað til lands kemst ekki á völlinn.
Ingvar Magnússon hjá All in sportbar í Hafnarfirði á von á fjölmörgum Skotum til sín í kvöld sem og stuðningsmönnum Stjörnunnar en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Ingvar sagði í samtali við íþróttadeild 365 í kvöld að hann væri við öllu búinn og hefði þegar rætt við lögregluna í Hafnarfirði vegna þessa.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður honum lýst Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
motherwell fans on the plane home giving me headache , hope stjarnan beat them and send them packing tomorrow
— Gaz Bov Martin (@G1Bov) July 23, 2014