Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2014 22:46 Atli Jóhannsson fiskaði víti sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr. vísir/daníel Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Atli Jóhannsson brosti breitt í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-2 sigur Stjörnunnar á Motherwell í kvöld en hann tryggði sínum mönnum sigur með glæsilegu marki í framlengingu. „Það var smá yfirvinna hjá okkur í dag en Ingvar var eitthvað slappur í markinu og við ákváðum að sleppa vítakeppninni,“ sagði Atli í léttum dúr. Markið dýrmæta skoraði hann eftir að hafa fengið boltann eftir innkast Ólafs Karls Finsen en Atli viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hugsa neitt sérstakt þegar hann lét bara vaða að marki. „Það kom hlaup frá framliggjandi miðjumanni og ég fór því í hans stöðu. Það fylgdi mér enginn og þá var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið.“ Atli virtist einfaldlega hissa þegar hann horfði á eftir boltanum í markið. „Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki.“ Hann lofaði þó lið Motherwell og sagði að þar væri sterkt lið á ferð. „Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hversu öflugt þetta lið er. Það er mikill hraði í spilinu og alltaf eitthvað að gerast - því var það svo sterkt hjá okkur að koma til baka, og það tvisvar.“ „Þetta er skemmtilegt. Á þessum lifum við. Stuðningsmennirnir voru frábærir og menn vilja oft hætta að hvetja þegar liðið lendir undir en það gerðist ekki í kvöld. Við þurfum líka á slíkum stuðningi að halda og þeir hjálpuðu okkur að koma til baka.“ Stjarnan mætir næst Lech Poznan frá Póllandi og Atla líst vel á þá rimmu. „Ég var reyndar búinn að bóka miða á Þjóðhátíð og þarf því að breyta mínum plönum eitthvað. En þetta er ævintýri sem heldur áfram hjá okkur.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11
Toft fékk í magann Rene Toft, leikmaður Stjörnunnar, þurfti að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í kvöld. 24. júlí 2014 22:44