Skorað á S.Þ. að stöðva þjóðarmorð á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2014 19:41 Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum. Gasa Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sjá meira
Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum.
Gasa Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sjá meira