Skorað á S.Þ. að stöðva þjóðarmorð á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2014 19:41 Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum. Gasa Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Utanríkisráðherra Palestínu skorar á Sameinuðu þjóðirnar að veita íbúum Gaza öryggi og vernd og stöðva það sem hann kallar þjóðarmorð Ísraelsmanna á Gaza. Tugþúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gazastrandarinnar eftir að ísraelsher boðaði hertar loftárásir og jafnvel landhernað á því svæði. Alþjóðasamfélagið hefur reynst algerlega ófært um að miðla málum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, hvað þá stöðva blóðsúthellingarnar á Gaza. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels þakkar Bandaríkjamönnum stuðninginn við þróun eldflaugavarna landsins, sem náð hafa að skjóta niður fjölda flauga sem hamasliðar hafa skotið á Ísrael. „Munurinn á okkur og palestínumönnum er sá að við notum eldflaugavarnarkerfi til að verja þegna okkar en þeir nota þegna sína til að verja eldflaugar sínar. Það er megin munurinn á okkur. Þeir verja þessar hryðjuverkaeldflaugar og reyna að drepa eins marga og þeir geta,“ segir Nethanyahu. Hins vegar hefur enginn Ísraelsmaður fallið frá því á þriðjudag, en 170 Palestínumenn, þar af tugir barna, hafa fallið í árásum Ísrelsmanna á sama tíma. Riad Al-Maliki Utanríkisráðherra Palestínu kom til fundar með leiðtogum Arababandalagsins í Kairó höfðborg Egyptalands í dag. „Við vonum að Sameinuðu þjóðirnar færist í átt til umræðna um kröfu Palestínumanna um að flýta viðbrögðum þeirra til öryggis og verndar varnarlausra Palestínumanna, sem verða fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu. Glæpir sem ekki eru einungis framdir af ísraelskum hermönnum, heldur þeim sem gefa þeim skipanir, hvort sem það eru stjórnmálamenn, embættismenn, þingmenn eða aðrir,“ segir Al-Maliki. Þúsundir manna hafa flúið norðurhluta Gaza eftir að ísraelski herinn kastaði dreifimiðum úr flugvélum yfir svæðið í gær þar sem íbúum var sagt að forða sér þar sem herða ætti loftárásir á svæðið. Um fjórðungur bæjarbúa Beit Lahiya þar sem 70 þúsund manns búa, flúðu bæinn og leituðu margir skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna. „Hér er hvorki vatn á baðherbergjum né til drykkjar, utanaðkomandi fólk kemur hingað með vatn til okkar. Við yfirgáfum heimili okkar og allar okkar eigur og komum hingað þar sem ekkert bíður okkar. Aðstæður hér eru verri en þær sem skepnur njóta. Börnin okkar sofa á gólfinu,“ segir ónefnd palestínsk móðir sem getur ekki haldið aftur af tárum sínum.
Gasa Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira