Spiluðu á Eistnaflugi og týndu öllum hljóðfærunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 10:37 Havok í góðu yfirlæti í Bláa Lóninu. MYND/FACEBOOKSÍÐA HAVOK Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs. Eistnaflug Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Ein af erlendu hljómsveitunum sem léku á Eistnaflugi á Neskaupsstað um liðna helgi varð fyrir því óláni að glata öllum farangri sínum er hún hugðist halda ferðalagi sínu áfram um Evrópu. Thrash-hljómsveitin Havok, sem gerir út frá Colorado í Bandaríkjunum, hélt frá Íslandi á sunnudagskvöld og flugu þeir með Icelandair áleiðis til Rússlands með millilendingu í Svíþjóð. Þegar til Stokkhólms var komið var farangurinn þeirra á bak og burt, þar með talin öll hljóðfæri sveitarinnar. Þeirra á meðal eru sex strengjahljóðfæri; fjórir gítarar og tveir bassar, trommugræjur og annað tilheyrandi og er verðmæti farangursins talið nema um sex milljónum króna. Hljóðfærin höfðu einnig mikið tilfinningalegt gildi fyrir meðlimi sveitarinnar enda hafa þeir verið að sanka þeim að sér frá því að þeir voru krakkar. "Ég heyrði í þeim á sunnudaginn og þá voru þeir allir í frekar miklu panikki. Við erum að tala um mikinn farangur og engin smá þyngsli sem þeir voru með. Það er ekkert grín að týna svona.“ segir talsmaður Eistnaflugs í samtali við Vísi. Hljómsveitarmeðlimirnir höfðu umsvifalaust samband við Icelandair sem hafði fá svör á takteinum og bíða þeir því enn eftir útskýringum á því hvernig allur þessi farangur fór að því að fuðra upp. Hljóðfærin gætu ekki hafa tapast á verri tíma. Tónleikaferðalag þeirra um Evrópu hófst í gær í Rússlandi og neyddust þeir til að fá öll hljóðfæri lánuð. "Þeir eru að "headline-a“ Evróputúr í fyrsta skipti og þetta verður að teljast eitt af mikilvægustu tónleikaferðalögunum þeirra. Þeir eru nýbúnir að skrifa undir nýjan plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki sem búið að er að auglýsa í þaula þannig að þetta er allt hið bagalegasta fyrir sveitina.“ Havok leikur aftur í Rússlandi á morgun og í Litháen á föstudag. Því næst heldur hún aftur til Svíþjóðar þar sem sveitin leikur fyrir dansi á Motala Thrashfest á laugardaginn. Alls mun hljómsveitin stíga tuttugu og sex sinnum á stokk næsta mánuðinn og því ljóst að þörfin á að hljóðfærin finnist er mikil. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með Eistnaflug, Ísland og aðbúnaðinn hér, "rétt eins og allar hinar erlendu sveitirnar sem spiluðu á hátíðinni. Umboðsmaðurinn þeirra sendi okkur sérstaklega tölvupóst þar sem hann þakkaði fyrir allt saman. Þetta var því frekar leiðinlegur endir á góðri Íslandsheimsókn,“ segir talsmaður Eistnaflugs.
Eistnaflug Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira