Á myndunum sýnir David stæltan líkamann í hinum ýmsu flíkum sem eru í línunni.
David hefur unnið með H&M síðustu ár en fyrsta línan hans kom á markað árið 2011. Hann er sérstaklega ánægður með nýju línuna.
„Ég er mjög spenntur yfir nýju línunni. Áhersla er á notagildi og auðvitað gott snið. Gæðaflíkur með karlmannlegt yfirbragð. Ég vona að öllum líki jafn vel við flíkurnar eins og mér,“ segir goðið.




