„Það er kraftaverk að við sluppum. Kraftaverk. Ef maður horfir á loftmyndir af þessu sést það betur hversu ótrúlegt það er að verslunin hafi sloppið. Slökkviliðsmennirnir unnu frábært starf hérna í gær og vindáttin hefur líka hjálpað til.“
Eiríkur bjó sig undir það versta þegar hann fylgdist með eldinum á hliðarlínunni. „Það hefði verið hrikalegt ef allt hefði brunnið. Hér eru höfuðstöðvar okkar, tölvubúnaður og mikilvæg gögn. Það var peningur í kassanum og bílar hérna fyrir utan. Það var erfitt að fylgjast með og geta ekkert gert.“

Engar teljandi skemmdir urðu á versluninni og er hún nú opin almenningi. Að sögn Eiríks fór heitavatnsrör í sundur í brunanum og ljósleiðari bráðnaði. Því var búðin án netsambands. Í hádeginu var töluvert af fólki í búðinni og virtist allt ganga snuðrulaust fyrir sig.
