Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir.
Kýpur er með öruggt forskot í efsta sæti samkvæmt bráðabirgðaútreikningum íslenska hópsins í Tiblisi. Kýpur er með 409,5 stig og Ísland kemur þar á eftir með 380 stig. Ísrael er sem fyrr í þriðja sæti, nú með 371,5 stig.
Aníta Hinriksdóttir varð önnur í 1500 metra hlaupi á tímanum 4:08,58 mínútum. Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir náði einnig öðru sæti í 200 metra hlaupi kvenna. Hún kom í mark á 24,31 sekúndu.
Mark Johnson varð þriðji í stangarstökki þegar hann vippaði sér yfir 4,65 metra. Bjarki Gíslason stökk 14,95 metra í þrístökki sem skilaði honum í 7. sæti.
Stefán Árni Hafsteinsson varð áttundi í kringlukasti með kast upp á 47,14 metra og Arnar Pétursson varð 7. í 3000 metra hindrunarhlaupi karla á 9:56,69 mínútum.
Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
