Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júní 2014 13:15 Þetta eru þeir leikir sem koma upp þegar leitað er af leikjum fyrir ungar stúlkur, í leitarvél Google Play. Framboð á leikjum í spjaldtölvum og snjallsímum er mjög mismunandi fyrir stelpur og stráka, ef leikjaveitan Google Play er skoðuð. Leikir sem eiga að höfða til stúlkna snúast að mestu um útlit og eldamennsku á meðan leikir fyrir stráka snúast um lestur og lausnir á þrautum. „Þetta er dæmigert fyrir það sem er haldið að stelpum og konum, það er byrjað að höfða til stúlkna mjög snemma,“ segir Auður Magndís Auðardóttir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Ef slegið er upp „5 year old girls games“ í leitarvél Google play, sem er smáforritaveita fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem nota Android stýrikerfið, fást mjög afgerandi niðurstöður. Fimm efstu leikirnir heita Prom Spa Salon, Fashion Design, Wedding Makeover, Princess Spa og Kids Spa Salon. Einn leikurinn sem kemur upp í leitinni heitir Cooking Games for Girls. Aðeins einn leikur af þeim tuttugu efstu sem koma upp í leitinni á Google Play snýst um annað en útlit og heitir hann Biker Girl og snýst um hjólreiðar. Ef slegið er upp „5 year old boys games“ í sömu leitarvél koma upp leikir eins og Kids Preschool Puzzles Lite, Logic for kids 3-7 years og Old Macdonald had a Farm. Leikurinn School Girl Makeover kemur líka upp ofarlega í leitinni og er það eini leikurinn af tuttugu efstu sem snýst um útlit. Auður segir muninn vera greinilegan á því hvernig reynt er að höfða til kynjanna.Hér má sjá hvað kemur upp þegar leitað er að leikjkum fyrir stúlkur í Google Play.Stelpur eiga að vera skrautmunir „Stúlkum er kennt að virði þeirra markist af útliti þeirra og þær fá skilaboðin strax frá unga aldri. Þetta er ekki bara í svona tölvuleikjum, heldur líka í öskudagsbúningum, barnaefni, ævintýrum og nánast öllu. Stelpur eiga bara að vera skrautmunir á meðan strákar mega hafa áhuga á öllum fjáranum. Stúlkur er metnar útfrá útliti þeirra en strákarnir útfrá hverju þeir hugsa.“ Auður bendir á að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær verða kynþroska. „Ef við skoðum niðurstöður í Skólapúlsinum, sem er könnun sem Reykjavíkurborg framkvæmir í grunnskólum sínum, kemur í ljós að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær koma í sjöunda bekk, á meðan strákar halda sínu striki í gegnum skólagönguna. Þetta er algjörlega tengt við þessi skilaboð sem stelpurnar fá frá unga aldri, að þær þurfi að vera grannar og líta vel út. Þegar þær verða kynþroska eykst pressan á að verða mjó. En þær eru að stækka og breytast á þessum aldri í staðinn fyrir að mjókka og þá hrynur sjálfstraustið.Hér má sjá í hvaða leikjum strákar eiga að leika sér í, samkvæmt leitarvél Google Play.Fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur „Þessi óheppna stúka er með svo mörg aukakíló að það þýðir ekki að fara í megrun. Á sjúkrastofunni okkar getur hún farið í aðgerð sem kallast fitusog, sem gerir hana mjóa og fallega. Við þurfum að gera fína skurði á erfiðum stöðum og sjúga út fituna. Getur þú framkvæmt þá aðgerð, læknir?“ Svona hljóma skilaboð til þeirra sem fara í leikinn Plastic Surgery; leikur sem virðist eiga að höfða til ungra barna. Leikurinn er mjög umdeildur og var fjarlægður af Google Play og App Store, sem er smáforritaveita fyrir síma og spjaldtölvur sem notast við stýrikerfi frá Apple. Leikurinn er enn uppi á öðrum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn. „Þessi leikur er algjörlega það versta sem ég hef séð og aðrir leikir á þessari síðu eru til þess gerðir að ýta undir staðalímyndir, sem er sorgleg staðreynd, ég var að vona að við værum komin lengra en þetta,“ segir Sigyn Blöndal sem sá leikinn auglýstan á netinu. Sigyn á sjálf fjögurra ára stelpu og hefur auglýsingin líklega átt af höfða til dótturinnar. „Í einfeldni minni hélt ég að ég sem foreldri þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. En auðvitað skil ég eftir mig, eins og allir, rafræn fingraför og fæ þá auglýsingar um leiki og alls konar dót sem hentar minni tegund af fjölskyldu. Það er vitað hvað börnin okkar eru gömul, hvað ég var að panta á Amazon og öðrum slíkum síðum, sem auðveldar leikjaframleiðendum og auglýsendum að senda svona pósta beint á ákveðinn markhóp.“Hættulegir og ógeðslegir leikir Auður segir að svona leikir, sem ganga út á að láta börnum finnast þau eiga að líta út öðruvísi en þau gera, vera ávísun á brotið sjálfstraust. „Þetta er náttúrulega ógeðslegur leikur,“ segir hún um Plastic Surgery og bætir við: „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru. Þarna er verið að fá börn til þess að hugsa um sig sjálf útfrá einhverjum fegurðarstöðlum sem einhver fyrirtæki búa til.“ Ef horft er út frá málið, frá markaðssjónarmiðum, finnst Auði í raun skiljanlegt að svona leikjum sem haldið að ungum stúlkum. „Já fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur að unga aldri. Þannig ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið. En þetta svona leikir eru samt ógeðslegir og alls ekki það sem ungar manneskjur þurfa að halda á í lífinu.“ Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Framboð á leikjum í spjaldtölvum og snjallsímum er mjög mismunandi fyrir stelpur og stráka, ef leikjaveitan Google Play er skoðuð. Leikir sem eiga að höfða til stúlkna snúast að mestu um útlit og eldamennsku á meðan leikir fyrir stráka snúast um lestur og lausnir á þrautum. „Þetta er dæmigert fyrir það sem er haldið að stelpum og konum, það er byrjað að höfða til stúlkna mjög snemma,“ segir Auður Magndís Auðardóttir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Ef slegið er upp „5 year old girls games“ í leitarvél Google play, sem er smáforritaveita fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem nota Android stýrikerfið, fást mjög afgerandi niðurstöður. Fimm efstu leikirnir heita Prom Spa Salon, Fashion Design, Wedding Makeover, Princess Spa og Kids Spa Salon. Einn leikurinn sem kemur upp í leitinni heitir Cooking Games for Girls. Aðeins einn leikur af þeim tuttugu efstu sem koma upp í leitinni á Google Play snýst um annað en útlit og heitir hann Biker Girl og snýst um hjólreiðar. Ef slegið er upp „5 year old boys games“ í sömu leitarvél koma upp leikir eins og Kids Preschool Puzzles Lite, Logic for kids 3-7 years og Old Macdonald had a Farm. Leikurinn School Girl Makeover kemur líka upp ofarlega í leitinni og er það eini leikurinn af tuttugu efstu sem snýst um útlit. Auður segir muninn vera greinilegan á því hvernig reynt er að höfða til kynjanna.Hér má sjá hvað kemur upp þegar leitað er að leikjkum fyrir stúlkur í Google Play.Stelpur eiga að vera skrautmunir „Stúlkum er kennt að virði þeirra markist af útliti þeirra og þær fá skilaboðin strax frá unga aldri. Þetta er ekki bara í svona tölvuleikjum, heldur líka í öskudagsbúningum, barnaefni, ævintýrum og nánast öllu. Stelpur eiga bara að vera skrautmunir á meðan strákar mega hafa áhuga á öllum fjáranum. Stúlkur er metnar útfrá útliti þeirra en strákarnir útfrá hverju þeir hugsa.“ Auður bendir á að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær verða kynþroska. „Ef við skoðum niðurstöður í Skólapúlsinum, sem er könnun sem Reykjavíkurborg framkvæmir í grunnskólum sínum, kemur í ljós að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær koma í sjöunda bekk, á meðan strákar halda sínu striki í gegnum skólagönguna. Þetta er algjörlega tengt við þessi skilaboð sem stelpurnar fá frá unga aldri, að þær þurfi að vera grannar og líta vel út. Þegar þær verða kynþroska eykst pressan á að verða mjó. En þær eru að stækka og breytast á þessum aldri í staðinn fyrir að mjókka og þá hrynur sjálfstraustið.Hér má sjá í hvaða leikjum strákar eiga að leika sér í, samkvæmt leitarvél Google Play.Fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur „Þessi óheppna stúka er með svo mörg aukakíló að það þýðir ekki að fara í megrun. Á sjúkrastofunni okkar getur hún farið í aðgerð sem kallast fitusog, sem gerir hana mjóa og fallega. Við þurfum að gera fína skurði á erfiðum stöðum og sjúga út fituna. Getur þú framkvæmt þá aðgerð, læknir?“ Svona hljóma skilaboð til þeirra sem fara í leikinn Plastic Surgery; leikur sem virðist eiga að höfða til ungra barna. Leikurinn er mjög umdeildur og var fjarlægður af Google Play og App Store, sem er smáforritaveita fyrir síma og spjaldtölvur sem notast við stýrikerfi frá Apple. Leikurinn er enn uppi á öðrum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn. „Þessi leikur er algjörlega það versta sem ég hef séð og aðrir leikir á þessari síðu eru til þess gerðir að ýta undir staðalímyndir, sem er sorgleg staðreynd, ég var að vona að við værum komin lengra en þetta,“ segir Sigyn Blöndal sem sá leikinn auglýstan á netinu. Sigyn á sjálf fjögurra ára stelpu og hefur auglýsingin líklega átt af höfða til dótturinnar. „Í einfeldni minni hélt ég að ég sem foreldri þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. En auðvitað skil ég eftir mig, eins og allir, rafræn fingraför og fæ þá auglýsingar um leiki og alls konar dót sem hentar minni tegund af fjölskyldu. Það er vitað hvað börnin okkar eru gömul, hvað ég var að panta á Amazon og öðrum slíkum síðum, sem auðveldar leikjaframleiðendum og auglýsendum að senda svona pósta beint á ákveðinn markhóp.“Hættulegir og ógeðslegir leikir Auður segir að svona leikir, sem ganga út á að láta börnum finnast þau eiga að líta út öðruvísi en þau gera, vera ávísun á brotið sjálfstraust. „Þetta er náttúrulega ógeðslegur leikur,“ segir hún um Plastic Surgery og bætir við: „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru. Þarna er verið að fá börn til þess að hugsa um sig sjálf útfrá einhverjum fegurðarstöðlum sem einhver fyrirtæki búa til.“ Ef horft er út frá málið, frá markaðssjónarmiðum, finnst Auði í raun skiljanlegt að svona leikjum sem haldið að ungum stúlkum. „Já fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur að unga aldri. Þannig ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið. En þetta svona leikir eru samt ógeðslegir og alls ekki það sem ungar manneskjur þurfa að halda á í lífinu.“
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent