Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 30-28 | Stelpurnar luku keppni með sæmd Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 15. júní 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Íslands. Vísir/valli Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið." Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira