Eftirlit með starfsháttum lögreglu verður skoðað Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2014 18:16 Eftirlit með starfsháttum lögreglu verður til skoðunar í nýja starfshópnum. Vísir/Stefán/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákveðið sé að hefja þessa vinnu vegna erinda sem borist hafa þar sem fjallað er um þá stöðu sem getur komið upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna lögreglu. Meðal þeirra sem hafa bent á þetta er ríkissaksóknari, sem sendi ráðuneytinu bréf í byrjun mánaðar þar sem hvatt er til þess að taka eftirlit með störfum lögreglu til skoðunar. Í bréfi sínu vísar ríkissaksóknari meðal annars til skotárásarinnar í Hraunbæ í desember þar sem maður lést vegna skotsára sem lögregla veitti honum. Einnig nefnir saksóknari sem dæmi mál þar sem handteknir menn hafa látist í fangaklefa. Í tilkynningunni segir innanríkisráðherra:„Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“ Tengdar fréttir Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákveðið sé að hefja þessa vinnu vegna erinda sem borist hafa þar sem fjallað er um þá stöðu sem getur komið upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna lögreglu. Meðal þeirra sem hafa bent á þetta er ríkissaksóknari, sem sendi ráðuneytinu bréf í byrjun mánaðar þar sem hvatt er til þess að taka eftirlit með störfum lögreglu til skoðunar. Í bréfi sínu vísar ríkissaksóknari meðal annars til skotárásarinnar í Hraunbæ í desember þar sem maður lést vegna skotsára sem lögregla veitti honum. Einnig nefnir saksóknari sem dæmi mál þar sem handteknir menn hafa látist í fangaklefa. Í tilkynningunni segir innanríkisráðherra:„Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“
Tengdar fréttir Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30