„Ég er bara að skoða mín mál, það er ekkert ákveðið. Ég er búin að standa í flutningum undanfarnar vikur og ég hef ekkert pælt í handboltanum,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, þegar Vísir heyrði í henni.
„Ég er búinn að vera að standa í því allt frá því að mótið kláraðist. Ég hef einfaldlega ekkert pælt í þessu, eins óíþróttamannslega og það hljómar,“ sagði Anna hlæjandi.
Sögusagnir hafa heyrst að Anna væri á förum frá Val og hafði Anna heyrt af þeim en gerði lítið úr þeim.
„Ég hef heyrt eitthvað slúður en það er bara slúður. Ég er nú orðin svo gamalreynd í þessu að ég hef lítið kippt mér upp við þetta. Ég er alveg í lausu lofti að pæla í öðru en handbolta,“
„Þótt ég sé samningslaus líður mér vel hjá Val. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi á íslenska markaðnum en ég hef ekkert blandað mér í þau mál,“ sagði Anna.
Er ekkert að pæla í handboltanum
Kristinn Páll Teitsson skrifar
