Ég valdi Garðabæ! Björn Þorfinnsson skrifar 30. maí 2014 11:37 Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun