Af hverju ættir þú að kjósa Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir og Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 31. maí 2014 14:18 Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun