Höfnum miðstýrði loforðafroðu vinstri manna í húsnæðismálum og kjósum lausnir Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 21. maí 2014 11:34 Það má rekja húsnæðisskortinn í Reykjavík nokkur ár aftur í tímann, nánar tiltekið til áranna 2000-2006. „Á því tímabili var húsnæðisverð í borginni markvisst hækkað og húsnæðisbóla búin til með mikilli takmörkun lóðaframboðs og síðan uppboðs á lóðum. Slíkt leiddi til þess að fjölskyldur neyddust til að kaupa lóðir á uppsprengdu verði og síðar kom í ljós að margar þeirra stóðu ekki undir því. Samfylkingin, þá með Dag B. Eggertsson sem formann umhverfis og skipulagsráðs, hafði mikla forystu í þessari óheillavænlegu stefnumótun og ber þannig mikla ábyrgð á hinu háa húsnæðisverði sem margar reykvískar fjölskyldur, og þá einkum ungt fólk, glíma við í dag. Þessi miðstýrða framköllun á okurverði lóða og íbúða, varð til þess að margar reykvískar fjölskyldur er stækka vildu við sig, neyddust til þess að flytja til nágrannasveitarfélaganna. Sama má einnig segja um fjölmargar fjölskyldur og einstaklinga af landsbygðinni sem fluttu til höfuðborgarsvæðisins. Stærstur hluti þeirra kaus frekar að flytja til einhverra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, sökum ónógs lóðaframboðs sem framkallaði, eins og áður sagði verðbólu á húsnæðisverði í borginni. Þessi miðstýrða aðgerð R-listans með Samfylkingu og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar var svo einnig stór þáttur í þeirri þróun að íbúum fjölgaði mun hægar í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hefur sú þróun kostað borgina háar fjárhæðir, í formi útsvarstekna er fóru annað.Loforðaflaumur byggður á froðu.Nú ætlar Samfylkingin, sem framkallaði okurverð á lóðum með miðstýringu að koma til bjargar með nýjar miðstýrðar patentlausnir. Hætt er þó við því að þær lausnir valdi enn meiri skaða til lengri tíma litið, en almenn markaðsaðgerð, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn mun hrinda í framkvæmd, komist hann til valda í borginni. Þær miðstýrðu patentlausnir sem Samfylkingin býður líta í sjálfu sér ekkert illa út á blaði svona í fyrstu. En þegar betur er að gáð, bendir flest ef ekki allt til þess að lausn Samfylkingarinnar í húsnæðismálum borgarbúa, verði áður en langt um líður þungur baggi á borgarbúum. Að áætlaður kostnaður borgarinnar við uppbyggingu Reykjavíkurhúsa, verði í engu sambandi við endanlegan kostnað við aðgerðina. Borgin muni því á endanum borga hundruðir milljóna með aðgerðunum. Tapa fjármunum sem hvergi verða sóttir nema í hærri leigu, hærri þjónustugjöld fyrir borgarbúa alla eða þá með auknum lántökum borgarinnar. Auknar lántökur munu engan vanda leysa, heldur eingöngu fresta honum og gera hann í rauninni enn meiri þegar uppi verður staðið. Í upphafi kjörtímabilsins var áætlað að árlega þyrftu Félagsbústaðir 90 -100 nýjar íbúðir á ári til þess að anna eftirspurn. Niðurstaðan er hins ekki nema 75 íbúðir á kjörtímabilinu öllu. Það má því segja að núverandi meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/ Bjartrar framtíðar hafi gersamlega brugðist, er kemur að félagslegu húsnæði. Enda hefur meirihlutinn aðeins uppfyllt 20% af þörf Félagsbústaða á nýjum íbúðum á kjörtímabilinu sem er að líða. Við þær aðstæður hafa myndast langir biðlistar eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum. Það sér hver maður sem vill það sjá, að loforð Dags B. Eggertssonar um 2500 íbúðir í svokölluðum Reykjavíkurhúsum á næsta kjörtímabili, er í besta falli byggt á sandi. Líklegast er þó að undirstaða loforðins stóra sé loft eða einhvers konar froða.Lausnir Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum.Sjálfstæðisflokkurinn mun sjá til þess að þörf Félagsbústaða á nýju húsnæði til úthlutunar verði sinnt með þeim hætti að ekki safnist þar fyrir tugir eða hundruðir einstaklinga og fjölskyldna á biðlista eftir nýrri íbúð. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt bjóða upp á markaðslausn í húsnæðismálum , komist hann til valda, með því að tryggja nægt framboð lóða á kostanaðarverði, hvort sem að lóðirnar verði undir leigu eða eignaríbúðir. Þeim fyrirtækjum er reisa vilja og reka leiguíbúðir munu standa það til boða að bjóða í lóðir er teknar verða frá undir leiguíbúðir. Samið verður t.d. 25 ára við þau fyrirtæki er bjóða munu læagstu leiguna í þeim íbúðum er þau byggja og mun lóðaverðið greiðast niður á samningstímanum. Fyrirtækin munu skuldbinda sig til þess að halda leiguverðinu innan ramma verðlagsþróunar á samningstímanum. Jafnframt er það afar mikilvægt að nægt lóðaframboð fyrir eignaríbúðir verði fyrir hendi. Enda á fólk að hafa val um það, hvort það kaupi eða leigi það húsnæði er það býr í. Sjálfstæðisflokkurinn mun, komist hann til valda, endurskoða og breyta gatnagerðargjöldum og öðrum föstum byrjunargjöldum á þann veg, að þau verði ekki fast gjald á íbúð, heldur miðist við stærð íbúðar. Það mun gera byggingu lítilla og meðalstórra íbúða enn hagkvæmari en nú er og mæta þar með kalli markaðsins á nýsmíði lítilla og meðalstórra íbúða í borginni. Kjósum lausnir sjálfstæðismanna í húsnæðismálum í stað froðu vinstri manna og gerum Reykjavík að nýju að raunhæfum búsetukosti á Höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Það má rekja húsnæðisskortinn í Reykjavík nokkur ár aftur í tímann, nánar tiltekið til áranna 2000-2006. „Á því tímabili var húsnæðisverð í borginni markvisst hækkað og húsnæðisbóla búin til með mikilli takmörkun lóðaframboðs og síðan uppboðs á lóðum. Slíkt leiddi til þess að fjölskyldur neyddust til að kaupa lóðir á uppsprengdu verði og síðar kom í ljós að margar þeirra stóðu ekki undir því. Samfylkingin, þá með Dag B. Eggertsson sem formann umhverfis og skipulagsráðs, hafði mikla forystu í þessari óheillavænlegu stefnumótun og ber þannig mikla ábyrgð á hinu háa húsnæðisverði sem margar reykvískar fjölskyldur, og þá einkum ungt fólk, glíma við í dag. Þessi miðstýrða framköllun á okurverði lóða og íbúða, varð til þess að margar reykvískar fjölskyldur er stækka vildu við sig, neyddust til þess að flytja til nágrannasveitarfélaganna. Sama má einnig segja um fjölmargar fjölskyldur og einstaklinga af landsbygðinni sem fluttu til höfuðborgarsvæðisins. Stærstur hluti þeirra kaus frekar að flytja til einhverra nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, sökum ónógs lóðaframboðs sem framkallaði, eins og áður sagði verðbólu á húsnæðisverði í borginni. Þessi miðstýrða aðgerð R-listans með Samfylkingu og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar var svo einnig stór þáttur í þeirri þróun að íbúum fjölgaði mun hægar í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hefur sú þróun kostað borgina háar fjárhæðir, í formi útsvarstekna er fóru annað.Loforðaflaumur byggður á froðu.Nú ætlar Samfylkingin, sem framkallaði okurverð á lóðum með miðstýringu að koma til bjargar með nýjar miðstýrðar patentlausnir. Hætt er þó við því að þær lausnir valdi enn meiri skaða til lengri tíma litið, en almenn markaðsaðgerð, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn mun hrinda í framkvæmd, komist hann til valda í borginni. Þær miðstýrðu patentlausnir sem Samfylkingin býður líta í sjálfu sér ekkert illa út á blaði svona í fyrstu. En þegar betur er að gáð, bendir flest ef ekki allt til þess að lausn Samfylkingarinnar í húsnæðismálum borgarbúa, verði áður en langt um líður þungur baggi á borgarbúum. Að áætlaður kostnaður borgarinnar við uppbyggingu Reykjavíkurhúsa, verði í engu sambandi við endanlegan kostnað við aðgerðina. Borgin muni því á endanum borga hundruðir milljóna með aðgerðunum. Tapa fjármunum sem hvergi verða sóttir nema í hærri leigu, hærri þjónustugjöld fyrir borgarbúa alla eða þá með auknum lántökum borgarinnar. Auknar lántökur munu engan vanda leysa, heldur eingöngu fresta honum og gera hann í rauninni enn meiri þegar uppi verður staðið. Í upphafi kjörtímabilsins var áætlað að árlega þyrftu Félagsbústaðir 90 -100 nýjar íbúðir á ári til þess að anna eftirspurn. Niðurstaðan er hins ekki nema 75 íbúðir á kjörtímabilinu öllu. Það má því segja að núverandi meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/ Bjartrar framtíðar hafi gersamlega brugðist, er kemur að félagslegu húsnæði. Enda hefur meirihlutinn aðeins uppfyllt 20% af þörf Félagsbústaða á nýjum íbúðum á kjörtímabilinu sem er að líða. Við þær aðstæður hafa myndast langir biðlistar eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum. Það sér hver maður sem vill það sjá, að loforð Dags B. Eggertssonar um 2500 íbúðir í svokölluðum Reykjavíkurhúsum á næsta kjörtímabili, er í besta falli byggt á sandi. Líklegast er þó að undirstaða loforðins stóra sé loft eða einhvers konar froða.Lausnir Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum.Sjálfstæðisflokkurinn mun sjá til þess að þörf Félagsbústaða á nýju húsnæði til úthlutunar verði sinnt með þeim hætti að ekki safnist þar fyrir tugir eða hundruðir einstaklinga og fjölskyldna á biðlista eftir nýrri íbúð. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt bjóða upp á markaðslausn í húsnæðismálum , komist hann til valda, með því að tryggja nægt framboð lóða á kostanaðarverði, hvort sem að lóðirnar verði undir leigu eða eignaríbúðir. Þeim fyrirtækjum er reisa vilja og reka leiguíbúðir munu standa það til boða að bjóða í lóðir er teknar verða frá undir leiguíbúðir. Samið verður t.d. 25 ára við þau fyrirtæki er bjóða munu læagstu leiguna í þeim íbúðum er þau byggja og mun lóðaverðið greiðast niður á samningstímanum. Fyrirtækin munu skuldbinda sig til þess að halda leiguverðinu innan ramma verðlagsþróunar á samningstímanum. Jafnframt er það afar mikilvægt að nægt lóðaframboð fyrir eignaríbúðir verði fyrir hendi. Enda á fólk að hafa val um það, hvort það kaupi eða leigi það húsnæði er það býr í. Sjálfstæðisflokkurinn mun, komist hann til valda, endurskoða og breyta gatnagerðargjöldum og öðrum föstum byrjunargjöldum á þann veg, að þau verði ekki fast gjald á íbúð, heldur miðist við stærð íbúðar. Það mun gera byggingu lítilla og meðalstórra íbúða enn hagkvæmari en nú er og mæta þar með kalli markaðsins á nýsmíði lítilla og meðalstórra íbúða í borginni. Kjósum lausnir sjálfstæðismanna í húsnæðismálum í stað froðu vinstri manna og gerum Reykjavík að nýju að raunhæfum búsetukosti á Höfuðborgarsvæðinu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun