Úlfarsárdalur: Fimm stjörnu hótel! Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 22. maí 2014 10:26 Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar