Sleggjukastarinn stórefnilegi, Hilmar Örn Jónsson, kom sér í fimmta sæti á heimslistanum í gær með frábæru kasti í Kaplakrika.
Hilmar Örn kastaði þá sleggjunni 75,27 metra sem er unglingamet í flokki 18 til 19 ára. Hann bætti eigið met um rúma fjóra metra.
Eins og áður segir er kastið einnig það gott að það kom honum í fimmta sætið á heimslistanum.
Sleggjukastarinn sterki átti annars glæsilega kastseríu en öll köstin hans fóru yfir 70 metra.
Hilmar Örn kominn í fimmta sætið á heimslistanum

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti






Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn