Þöggun og undanhald hjá meirihluta borgarstjórnar Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. maí 2014 14:47 Það segir sína sögu um það hvað borgarstjórnarmeirihlutanum finnst um eigin skipulagstillögur, þegar hann reynir að þagga þær niður með því að fjarlægja þær af vef Reykjavíkurborgar. Sá sem þetta skrifar er ekki frá því að, hann myndi hugleiða það sama honum dottið slík fásinna í hug sem stærstur hluti þessara tillagna býður upp á. Þær bjóða meðal annars upp á, innrás í rótgróið og vinsælt útivistarsvæði Reykvíkinga í Laugardalnum með blokkarlengju við norðanverða Suðurlandsbraut frá Reykjavegi að Glæsibæ. Þá er hægt að nefna, innrás í rótgróin íbúðahverfi eins og Vesturbæinn með niðurbroti á bílskúrum í einkaeigu til þess að koma fyrir fleiri blokkum. Í umferðarmálum bjóða þessar tillögur upp á það, að þrengt verði að stofnæðum innan rótgróinna íbúðahverfa og umferðinni beint í gegnum íbúðagötur, sem mörgum hverjum verður breytt úr botngötum í götur opnar í báða enda. Fyrir fjórum árum mátti bæði heyra og sjá fulltrúa núverandi meirihlutaflokka í borgarstjórn, lofa auknu samráði við borgarbúa ásamt auknu íbúalýðræði. Afrek þessara flokka hvað varðar samráð og íbúalýðræði eru þó varla nokkuð til þess að að monta sig af. Sér í lagi ef að skólasameiningar og málefni Reykjavíkurflugvallar ber á góma. En þess verður þó geta, svo sanngirni sé gætt, að íbúar Reykjavíkur hafa fengið að kjósa á milli verkefna í íbúakosningum, sem alla jafna eru ynnt af hendi af sveitarfélögum, án þess að um þau sé kosið sérstaklega. Það væri kannsk hægt að virða það við meirihlutann að vissulega er um að ræða samráð og íbúalýðræði varðandi hverfisskipulag meirihlutans, ef að samráðið og íbúalýðræðið væri ekki eftirá. Og auðvitað mætti svo fagna því, væri það svo að hvarf þessara skipulagstillagna af vef borgarinnar þýddi það að fallið hafi verið frá þeim. Svo gott er það því miður ekki, gott fólk. Eina raunhæfa leiðin til þess að fá þessar tillögur út úr heiminum er að koma þessum meirihluta frá völdum. Það getur varla verið að borgarbúar ætli kjósa til valda flokka sem eru á hröðum flótta undan eigin tillögum og beitir þær sömu tillögur þöggun. Það yrði í besta falli mjög súrealískt, ef að borgarbúar veittu núverandi meirihluta áframhaldandi umboð til aðgerða sem flestar ef ekki allar eru í andstöðu við vilja meirihluta borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það segir sína sögu um það hvað borgarstjórnarmeirihlutanum finnst um eigin skipulagstillögur, þegar hann reynir að þagga þær niður með því að fjarlægja þær af vef Reykjavíkurborgar. Sá sem þetta skrifar er ekki frá því að, hann myndi hugleiða það sama honum dottið slík fásinna í hug sem stærstur hluti þessara tillagna býður upp á. Þær bjóða meðal annars upp á, innrás í rótgróið og vinsælt útivistarsvæði Reykvíkinga í Laugardalnum með blokkarlengju við norðanverða Suðurlandsbraut frá Reykjavegi að Glæsibæ. Þá er hægt að nefna, innrás í rótgróin íbúðahverfi eins og Vesturbæinn með niðurbroti á bílskúrum í einkaeigu til þess að koma fyrir fleiri blokkum. Í umferðarmálum bjóða þessar tillögur upp á það, að þrengt verði að stofnæðum innan rótgróinna íbúðahverfa og umferðinni beint í gegnum íbúðagötur, sem mörgum hverjum verður breytt úr botngötum í götur opnar í báða enda. Fyrir fjórum árum mátti bæði heyra og sjá fulltrúa núverandi meirihlutaflokka í borgarstjórn, lofa auknu samráði við borgarbúa ásamt auknu íbúalýðræði. Afrek þessara flokka hvað varðar samráð og íbúalýðræði eru þó varla nokkuð til þess að að monta sig af. Sér í lagi ef að skólasameiningar og málefni Reykjavíkurflugvallar ber á góma. En þess verður þó geta, svo sanngirni sé gætt, að íbúar Reykjavíkur hafa fengið að kjósa á milli verkefna í íbúakosningum, sem alla jafna eru ynnt af hendi af sveitarfélögum, án þess að um þau sé kosið sérstaklega. Það væri kannsk hægt að virða það við meirihlutann að vissulega er um að ræða samráð og íbúalýðræði varðandi hverfisskipulag meirihlutans, ef að samráðið og íbúalýðræðið væri ekki eftirá. Og auðvitað mætti svo fagna því, væri það svo að hvarf þessara skipulagstillagna af vef borgarinnar þýddi það að fallið hafi verið frá þeim. Svo gott er það því miður ekki, gott fólk. Eina raunhæfa leiðin til þess að fá þessar tillögur út úr heiminum er að koma þessum meirihluta frá völdum. Það getur varla verið að borgarbúar ætli kjósa til valda flokka sem eru á hröðum flótta undan eigin tillögum og beitir þær sömu tillögur þöggun. Það yrði í besta falli mjög súrealískt, ef að borgarbúar veittu núverandi meirihluta áframhaldandi umboð til aðgerða sem flestar ef ekki allar eru í andstöðu við vilja meirihluta borgarbúa.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar