Fréttablaðið mismunar Dögun í Reykjavík Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. skrifar 23. maí 2014 19:53 Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna?
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar