Setjum umhverfismálin á dagskrá Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 24. maí 2014 15:47 Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig?
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun