Menningin er vel metin Katrín Pálsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:54 Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í þjónustukönnunum Capacent, sem gerð er á hverju ári, kemur fram að Seltirningar kunna svo sannarlega að meta framlag til menningarmála. Undanfarin ár fær bærinn einkunnina 4 eða 4.5 af 5 mögulegum og þar með hæstu eða næst hæstu einkunn af sveitarfélögum á landinu í málaflokknum. Þjónustukönnunin hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut. Metþátttaka var í menningarhátíðinni síðastliðið haust og lætur nærri að sérhver Seltirningur hafi notið hátíðarinnar. Gestir voru hátt á fjórða þúsund og þeir sem komu að hátíðinni og lögðu henni lið voru um tvö hundruð, fólk á öllum aldri.Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig ungir og aldnir hafa unnið saman þegar hátíð er í bæ t.d. við útilistaverk í undirgöngunum við Eiðistorg og í listasmiðjum. Þá ber að nefna frábært kórastarf þar sem Gömlu meistararnir og Litlu snillingarnir hefja saman upp raust sína við ýmis tækifæri. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Framlag þeirra er til fyrirmyndar og auðgar mannlífið.Bókasafnið er menningarmiðstöð Seltirninga. Þangað koma foreldrar með börnin sín og njóta þess sem upp á er boðið. Eldri borgarar hafa tekið virkan þátt í bókmenntakvöldum, sótt tónleika í safninu, notið listsýninga í Eiðisskeri og sótt ýmis handverksnámskeið. Það er ánægjulegt að sjá hvernig kynslóðirnar sameinast á safninu.Tilgangur menningarstefnu Seltjarnarness er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og lista. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Í menningarstefnu Seltjarnarness segir að menningarstarf eigi að vera veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring og eigi að efla bæjarbraginn og ímynd Seltjarnarness út á við.Ljóst er að íbúar á Seltjarnarnesi kunna að meta það menningarstarf sem boðið hefur verið uppá undanfarin ár og því starfi verður haldið áfram þannig að menningin í bænum eflist og dafni á næstu árum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar