„Við erum ekki rasistar“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. maí 2014 22:30 „Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Við erum ekki rasistar,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknar og flugvallarsinna í Reykjavík. Hún lýsir yfir fullum stuðningi við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem oddvita flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talsverð óánægja meðal margra Framsóknarmanna vegna ummæla Sveinbjargar Birnu, en hún sagði í viðtali á Vísi í gær að hún vildi afturkalla úhlutun lóðar undir mosku við Suðurlandsbraut. Hallur Magnússon, fyrrverandi kosningastjóri Framsóknarflokksins, segir í grein sem birtist á Eyjunni að Sveinbjörg hefði forsmáð gildin umburðarlyndi og samvinnu sem Framsóknarflokkurinn hafi staðið fyrir um áratugaskeið. Hreiðar Eiríksson, sem skipar fimmta sæti lista flokksins, er hættur afskiptum af framboðinu vegna málsins og segir oddvitann ganga gegn stefnu flokksins. „Ég hef skilið stefnu flokksins þannig að flokkurinn standi fyrir einingu og samvinnu og vernd mannréttinda,“ segir Hreiðar. „Þetta framboð hefur varið í vegferð sem ég get ekki farið með í.“ Guðfinna Jóhanna skipar annað sæti Framsóknar og flugvallavina. Hún segir mikla einingu ríkja meðal frambjóðenda og að engin krafa hafi komið um að Sveinbjörg stígi til hliðar. „Nei, það hefur ekkert komið til tals, enda erum við öll fullir stuðningsmenn Sveinbjargar,“ segir Guðfinna. „Það eru ansi margir sem hafa komið á máli við okkur og lýst skoðun sinni að það sé ekki hægt að það hafi verið veitt frí lóð til trúfélags á meðan það er húsnæðisekkla í borginni. Það er ekki verið að hugsa um þá sem minna mega sín, það hefur verið lítil sem engin uppbygging á þessu kjörtímabili.“ Guðfinna segir Framsóknarmenn ekki hræðast slæmt umtal. „Fólk þorir ekki að tala um þessa hluti,“ segir hún. „Það er hrætt við umræðuna, að vera stimplaðir sem rasistar og fá heilan her á Facebook og blogginu og athugasemdakerfum dagblaðanna að segja að fólk sé rasistar. En við virðum, í Framsókn og flugvallarvinum, trúfrelsi. Við erum ekki rasistar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57 Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07 Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. 30. apríl 2014 20:57
Oddviti Framsóknar sakar Láru Hönnu um einelti „Vona að lífið verði þér ánægjulegt án þess að hafa mig á vinalistanum þínum,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 15. maí 2014 22:07
Sveinbjörg Birna oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík Þetta var tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. 29. apríl 2014 20:27
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46