Dæmdur í sex ára fangelsi þremur árum eftir að brotið var framið Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 19:45 „Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að dæma mig aftur til fyrra lífernis," segir tvítugur piltur sem var á föstudaginn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir smygl á e-töflum. Nú, þremur árum eftir að brotið var framið er hann breyttur maður, búinn að vera edrú í annað ár, er í fastri vinnu og trúlofaður. Einar Örn Adolfsson og Finnur Snær Guðjónsson voru á föstudaginn dæmdir í sex ára fangelsi fyrir að hafa, í ágúst, 2011, staðið að innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Einar var tæplega átján ára þegar brotin voru framin.17 ára og á kafi í neyslu „Ég er á mínum versta stað í lífinu á þessum tíma. Ég er 17 ára gamall og á kafi í neyslu, skulda öllum þeim glæpamönnum sem ég þekkti á þeim tíma pening. Ég var á ferðalagi í útlöndum þegar ég fékk þetta boð um að losna frá öllum skuldum (með því að gerast burðardýr). Ég sá enga aðra leið,“ segir Einar Örn. Eins og áður segir eru rétt tæplega þrjú ár síðan Einar var handtekinn. Þær tafir sem hafa orðið á meðferð málsins eru ekki útskýrðar með öðrum hætti en þessum í dómnum: "Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans."„Svona mál á náttúrulega að tækla strax. Maður á ekki að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að dómur falli. Ég sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði og mér finnst ég vera búinn að vera á skilorði í þrjú ár.“Trúlofaður og edrú í dag Einar hefur á þessum þremur árum snúið við blaðinu og sagt skilið við fyrra líferni. Hann fór í meðferð fyrir átján mánuðum og hefur verið edrú síðan. Hann er trúlofaður og í fastri vinnu. „Ég er ánægður með mig og ég veit að foreldrar mínir og nánustu aðstandendur eru það líka. Í dag er ég gjörbreyttur. Ég er edrú, ég hef fullorðnast, ég kann að taka ákvarðanir og ég er ekki með sama hugarfar og áður. Ég er búinn að betra mig,“ segir Einar. Einar viðurkennir að afbrot hans hafi verið alvarlegt og vissulega refsivert. Hann reiknaði alltaf með því að þurfa sitja inni í einhvern tíma en vonaðist til að það yrði metið til refsilækkunar hversu vel hann hafi tekið til í lífi sínu. Það var hinsvegar ekki svo. „Þetta er náttúrulega rosalegt sjokk. Mig langaði til að gráta en ég gat það ekki. Þetta er auðvitað tilfinningasprengja að vita að maður er að fara inn í sex ár. Þetta er einn þriðji af ævi minni nú þegar.“ Einar vonar að vistin á Litla Hrauni næstu árin komi ekki til með að leiða hann af þeirri beinu braut sem hann er á núna. Hann hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira