Höldum áfram ... með trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. maí 2014 12:05 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun