Burt með fordóma! Eitt samfélag fyrir alla! Anna Lára Steindal skrifar 26. maí 2014 14:47 Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góður. Með réttum viðhorfum, staðfestu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og réttláta umgjörð um mannlíf á Akranesi sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, uppruna eða föltun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauðsynlegt að vinna með einstaklingum sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi.FötlunarráðEitt af þeim verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitarfélgöum kom í í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Íslandi þekkir ekki til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdaætlunar um fatlað fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samninga. Þetta bendir til þess að málefni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til samfélagsþáttökum heldur á einhverjum öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Með breyttu viðhorfi má færa mjög margt til betri vegar, jafnvel þó svo að ekki komi til aukið fjármagn frá ríkinu (sem þó ber að leggja áherslu á að gerist). Grundvallaratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefnum fatlaðra og aðgengi til þátttöku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstandendum þess, sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk.InnflytjendaráðÍsland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síðustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kemur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjölbreyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfarin ár gengt forystuhlutverki meðal smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hefur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rannsóknir sýna að fordómar gangvart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan samhug og samstöðu og eitrar samfélagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækfifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okkur öllum betur. Við í Bjartri framtíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrirbyggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreytileikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um málefni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í innflytjendasamfélagið. ÖldungaráðÁ Akranesi einsog annarsstaðar er að verða breyting á aldurssamsetningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mikilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnuframlagi (h)eldriborgara og eftirlaunaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmiskonar sjálfboðastarfi, sem er mikilvæg viðbót við lögbundna félagsþjónustu sveitarfélagsins. Vinnuframlag í sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum möguleika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnaður aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri framtíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hagsmunasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góður. Með réttum viðhorfum, staðfestu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og réttláta umgjörð um mannlíf á Akranesi sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, uppruna eða föltun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauðsynlegt að vinna með einstaklingum sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi.FötlunarráðEitt af þeim verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitarfélgöum kom í í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Íslandi þekkir ekki til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdaætlunar um fatlað fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samninga. Þetta bendir til þess að málefni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til samfélagsþáttökum heldur á einhverjum öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Með breyttu viðhorfi má færa mjög margt til betri vegar, jafnvel þó svo að ekki komi til aukið fjármagn frá ríkinu (sem þó ber að leggja áherslu á að gerist). Grundvallaratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefnum fatlaðra og aðgengi til þátttöku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstandendum þess, sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk.InnflytjendaráðÍsland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síðustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kemur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjölbreyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfarin ár gengt forystuhlutverki meðal smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hefur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rannsóknir sýna að fordómar gangvart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan samhug og samstöðu og eitrar samfélagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækfifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okkur öllum betur. Við í Bjartri framtíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrirbyggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreytileikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um málefni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í innflytjendasamfélagið. ÖldungaráðÁ Akranesi einsog annarsstaðar er að verða breyting á aldurssamsetningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mikilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnuframlagi (h)eldriborgara og eftirlaunaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmiskonar sjálfboðastarfi, sem er mikilvæg viðbót við lögbundna félagsþjónustu sveitarfélagsins. Vinnuframlag í sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum möguleika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnaður aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri framtíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hagsmunasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla!
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar