Talar Dagur gegn betri vitund? Greta Björg Egilsdóttir skrifar 26. maí 2014 15:29 Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar