
Viltu jákvæðni, fjölbreytni og heiðarleika?
Ég er sem sagt aftur komin í framboð. Aftur komin í framboð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjarstjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífsreynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósendum því að ég mun ekki verða aftur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera.
Lífsglatt fólk
Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta framtíð svo einstaka og áhugverða.
Heiðarleiki skiptir máli
Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræðilegur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt.
Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbúum, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokksmanna. Þannig heiðarleiki skiptir mjög miklu máli og er því miður ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausnir, heiðarleiki og svo auðvitað góðar málefnalegar áherslur.
Fjölskylduvænn bær
Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus loforð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuöryggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mikil áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið útivistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtilegur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarnlegu umhverfi – skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokkum eins og skólamálum og skipulagsmálum, svo ég taki dæmi, skiptir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunarhættinum.
Verið með, Skagamenn!
Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fótboltakappar, innfæddir Niðurskagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrkur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traustara bæjarfélag til lengri tíma.
Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjónustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðarljósi.
Það er mjög gaman og mikill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn!
Skoðun

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar