Garðabær fyrir alla? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar