"Ég nenni ekki að kjósa” Björg Baldursdóttir skrifar 27. maí 2014 15:21 Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar