Halló litli villikötturinn minn* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 27. maí 2014 17:04 Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar