Setjum börnin í fyrsta sæti Karl Pétur Jónsson skrifar 28. maí 2014 10:23 Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar