Setjum börnin í fyrsta sæti Karl Pétur Jónsson skrifar 28. maí 2014 10:23 Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun