Leikarinn Aaron Taylor-Johnson leikur í kvikmyndinni Fifty Shades of Grey samkvæmt heimildum Access Hollywood.
Leikstjóri myndarinnar, Sam Taylor-Wood, hefur grínast með það að hún hafi fundið leið til að hafa eiginmann sinn, Aaron, í myndinni en óljóst er hvert hlutverk hans er.
Margir bíða spenntir eftir Fifty Shades of Grey, sem byggð er á samnefndri bók, en hún verður frumsýnd á Valentínusardaginn, 14. febrúar, á næsta ári.
Aðalhlutverkin leika Jamie Dornan og Dakota Johnson.
