"Nauðgun á ekki heima í gamanmynd“ 14. maí 2014 22:00 Spike Lee Vísir/Getty Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira