"Nauðgun á ekki heima í gamanmynd“ 14. maí 2014 22:00 Spike Lee Vísir/Getty Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira