Oddvitaáskorunin - Stuðla að betra samfélagi Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2014 15:54 Selfí af okkur frambjóðendum - hugsjónafólkinu sem ætlar að gera góða borg betri. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sóley er hugsjónakona með ríka réttlætiskennd. Undanfarin 8 ár hefur hún starfað sem borgarfulltrúi, en tekið virkan þátt í ýmiskonar grasrótarstarfi á sama tíma. Sóley er gift Aart Schalk og á börnin Önnu sem er 14 ára og Tómas sem er 11 ára. Sóley er mikil prjónakona og á það til að hanna peysur á vini og vandamenn. Hún er ástríðukokkur sem stundar heimaræktun af miklum móð. Sóley æfði skíði á yngri árum og spilaði á básúnu í Skólahljómsveit Kópavogs. Nú þegar hún er orðin fertug fer hún enn á skíði, en lætur sér nægja að spila á þverflautu fyrir sjálfa sig og fjölskylduna. Fyrir utan hefðbundin stefnumál Vinstri grænna hefur Sóley lagt ríka áherslu á sanngjarnari stjórnmál og betra starfsumhverfi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún hefur tekið málefnalega afstöðu, byggða á stefnu Vinstri grænna í öllum málum, tekið virkan þátt í stefnumörkun og ákvarðanatöku meirihlutans þar sem leiðir hafa legið saman hugmyndafræðilega, en staðið fast gegn þeim málum sem farið hafa gegn stefnu eða hugmyndafræði Vinstri grænna. Sóley leiðir lista Vinstri grænna, hóp hugsjónafólks sem býður sig fram til að gera góða borg betri. Saman ætla þau að stuðla að jafnari tækifærum fólks, ábyrgari og vistvænni lifnaðarháttum og betra samfélagi fyrir okkur öll. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég hef svo oft fundið fallegasta stað á Íslandi – er alltaf að finna nýjan og nýjan og nokkuð víst að ég á enn eftir að finna fleiri. Útsýnið af toppi Kóngsgilsins í Bláfjöllum hefur glatt mig endalaust í vetur. Hundar eða kettir? Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núna. Það eru forréttindi að fá að vera til og lífið er yfir höfuð gott og merkilegt. Ég reyni að muna að vera þakklát fyrir hvern dag og hverja mínútu. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hann er heimagerður úr fersku hráefni og hefur helst krafist mikillar vinnu. Enn betra ef margir hafa komið að matargerðinni. Hvernig bíl ekur þú? Metanbíl sem heitir VW Passat Besta minningin? Ég er svo heppin að eiga margar góðar minningar. Sætir pólitískir sigrar lifa lengi í minninu, hlátursköst með vinkonum mínum, fæðingar barnanna minna, matarboð með stórfjölskyldunni og allskonar skemmtilegt með manninum mínum. Dýrmætastar eru þó minningar um gæðastundir með ömmu minni heitinni sem var sennilega skemmtilegasta og klárasta kona sem ég hef kynnst. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Var einu sinni stoppuð í akstri og beðin um að sýna þeim ökuskírteinið mitt. Gerði það og allir voru sáttir. Hverju sérðu mest eftir? Þeim skiptum sem ég hef ekki staðið með sjálfri mér og varist ósanngjörnum árásum pólitískra andstæðinga á persónu mína. Draumaferðalagið? Mig hefur alltaf langað að fara til Hawaii og komast í návígi við spúandi eldfjöllin þar. Annars finnst mér yfirleitt öll ferðalög spennandi, allt frá gönguferðum í nágrenni Reykjavíkur til ævintýraferða um fjarlæg og framandi lönd. Hefur þú migið í saltan sjó? Jább. Oft. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, það er nú saga að segja frá því. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, ég hef gert mörg mistök og viðurkennt þau. Ég hef líka neitað að horfast í augu við mistök sem ég hef gert, verið of stolt eða hrædd. Hverju ertu stoltust af? Börnunum mínum. Er á skíðum með eiginmanni mínum sem jafnframt er minn dyggasti stuðningsmaður. Frá Bláfjöllum er stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík og alla þá uppáhaldsstaðina mína sem hún hefur að geyma. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. 21. maí 2014 18:57 Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Sóley Tómasdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Sóley er hugsjónakona með ríka réttlætiskennd. Undanfarin 8 ár hefur hún starfað sem borgarfulltrúi, en tekið virkan þátt í ýmiskonar grasrótarstarfi á sama tíma. Sóley er gift Aart Schalk og á börnin Önnu sem er 14 ára og Tómas sem er 11 ára. Sóley er mikil prjónakona og á það til að hanna peysur á vini og vandamenn. Hún er ástríðukokkur sem stundar heimaræktun af miklum móð. Sóley æfði skíði á yngri árum og spilaði á básúnu í Skólahljómsveit Kópavogs. Nú þegar hún er orðin fertug fer hún enn á skíði, en lætur sér nægja að spila á þverflautu fyrir sjálfa sig og fjölskylduna. Fyrir utan hefðbundin stefnumál Vinstri grænna hefur Sóley lagt ríka áherslu á sanngjarnari stjórnmál og betra starfsumhverfi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún hefur tekið málefnalega afstöðu, byggða á stefnu Vinstri grænna í öllum málum, tekið virkan þátt í stefnumörkun og ákvarðanatöku meirihlutans þar sem leiðir hafa legið saman hugmyndafræðilega, en staðið fast gegn þeim málum sem farið hafa gegn stefnu eða hugmyndafræði Vinstri grænna. Sóley leiðir lista Vinstri grænna, hóp hugsjónafólks sem býður sig fram til að gera góða borg betri. Saman ætla þau að stuðla að jafnari tækifærum fólks, ábyrgari og vistvænni lifnaðarháttum og betra samfélagi fyrir okkur öll. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég hef svo oft fundið fallegasta stað á Íslandi – er alltaf að finna nýjan og nýjan og nokkuð víst að ég á enn eftir að finna fleiri. Útsýnið af toppi Kóngsgilsins í Bláfjöllum hefur glatt mig endalaust í vetur. Hundar eða kettir? Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núna. Það eru forréttindi að fá að vera til og lífið er yfir höfuð gott og merkilegt. Ég reyni að muna að vera þakklát fyrir hvern dag og hverja mínútu. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hann er heimagerður úr fersku hráefni og hefur helst krafist mikillar vinnu. Enn betra ef margir hafa komið að matargerðinni. Hvernig bíl ekur þú? Metanbíl sem heitir VW Passat Besta minningin? Ég er svo heppin að eiga margar góðar minningar. Sætir pólitískir sigrar lifa lengi í minninu, hlátursköst með vinkonum mínum, fæðingar barnanna minna, matarboð með stórfjölskyldunni og allskonar skemmtilegt með manninum mínum. Dýrmætastar eru þó minningar um gæðastundir með ömmu minni heitinni sem var sennilega skemmtilegasta og klárasta kona sem ég hef kynnst. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Var einu sinni stoppuð í akstri og beðin um að sýna þeim ökuskírteinið mitt. Gerði það og allir voru sáttir. Hverju sérðu mest eftir? Þeim skiptum sem ég hef ekki staðið með sjálfri mér og varist ósanngjörnum árásum pólitískra andstæðinga á persónu mína. Draumaferðalagið? Mig hefur alltaf langað að fara til Hawaii og komast í návígi við spúandi eldfjöllin þar. Annars finnst mér yfirleitt öll ferðalög spennandi, allt frá gönguferðum í nágrenni Reykjavíkur til ævintýraferða um fjarlæg og framandi lönd. Hefur þú migið í saltan sjó? Jább. Oft. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, það er nú saga að segja frá því. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, ég hef gert mörg mistök og viðurkennt þau. Ég hef líka neitað að horfast í augu við mistök sem ég hef gert, verið of stolt eða hrædd. Hverju ertu stoltust af? Börnunum mínum. Er á skíðum með eiginmanni mínum sem jafnframt er minn dyggasti stuðningsmaður. Frá Bláfjöllum er stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík og alla þá uppáhaldsstaðina mína sem hún hefur að geyma.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. 21. maí 2014 18:57 Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Viljum minna af klækjum og refskák Sigurður Björn Blöndal leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. 21. maí 2014 18:57
Oddvitaáskorunin - Fyrst og fremst áhersla á fjölskylduna Halldór Halldórsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 19. maí 2014 13:36